Stykkishólmur Slowly sérhæfir sig í matar- og menningartengdum gönguferðum í sátt við samfélag og náttúru. Göngurnar eru allar farnar um Stykkishólm og nágrenni, á troðnar en þó helst ótroðnar slóðir. Í ferðum okkar eru gestir kynntir fyrir hinu daglega lífi í Stykkishólmi og þeir fræddir um mat og menningu á svæðinu. Fyrirtækið byggir á hugmyndafræði „slow hreyfingarinnar“ eða sniglunar (okkar þýðing) þar sem áhersla er lögð á að njóta í stað þess að þjóta. Við leggjum áherslu á gæði og fegurð umfram allt og viljum njóta klukkustundanna í stað þess að telja þær.